146. löggjafarþing — 75. fundur,  30. maí 2017.

jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla.

437. mál
[23:58]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (andsvar):

Frú forseti. Ég hef ekki miklar áhyggjur af þessu máli þegar í ljós kemur að laga þarf ákveðna vankanta ef þingheimur, þingmenn og ráðherra, er jafn hógvær og hv. framsögumaður málsins, Nichole Leigh Mosty. Þá göngum við bara í að laga málið. Kannski er farsælast að klára þetta núna ef það er andinn að það eigi bara að ganga í að laga þá vankanta sem bent hefur verið á en ekki gefist tækifæri til að sníða af. Þá erum við komin með lögin, það er kostur, og þá þarf ekki að vera að semja um það einhvern tímann seinna. Sumir afturhaldspúkar vilja ekki hafa svona lög og kannski er bara gott að klára þessi lög núna að því gefnu að menn séu hógværir þegar sníða þarf af ákveðna vankanta.