141. löggjafarþing — 76. fundur,  31. jan. 2013.

tilraunir flóttamanna til að komast í skip.

[10:50]
Horfa

innanríkisráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg):

Hæstv. forseti. Ég fullvissaði hv. þingmann um að gripið hefði verið til aðgerða. Það hafa verið teknar upp viðræður við bandarísk yfirvöld. Við höfum sent frá okkur erindi og skýrt frá því hvernig þessum málum er hagað. Sannast sagna hafa mér þótt þær kröfur sem komið hafa úr þeirri átt að sumu leyti byggðar á misskilningi.

Við tökum ekki við skipunum frá erlendum ríkjum, hvort sem það eru Bandaríkin eða önnur, en við horfum á hverjir hagsmunir okkar eru í málinu. Eins og ég gat um í fyrra svari mínu þá eru það hagsmunir okkar að tryggja siglingar og flutninga milli Íslands og Bandaríkjanna og það erum við að gera. (Gripið fram í.)