151. löggjafarþing — 76. fundur,  12. apr. 2021.

um fundarstjórn.

[15:50]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Herra forseti. Það hlýtur að teljast til sérkennilegra vinnubragða og eiginlega vera vanvirðing við starfsemi þingsins að nýta ekki þau mál sem fyrir eru og hafa verið lögð fram og virðist vera vilji til, ef marka má suma ráðherra, að fái brautargengi. Okkur þingmönnum er uppálagt að það þýði ekki að leggja fram þingmál ef sams konar mál er þegar komið til þingsins. Nú vill þannig til að á dagskrá þingsins í dag er a.m.k. eitt þingmál klárlega sem er í nefnd þingsins og efni þessara tveggja frumvarpa er, að ég fullyrði, 95%+ sama efnis. Gilda þessar reglur eingöngu um hv. þingmenn, gilda þær ekki um hæstv. ráðherra, að þeir eigi ekki að leggja fram frumvörp sem þegar liggja fyrir í þinginu?