140. löggjafarþing — 76. fundur,  21. mars 2012.

afbrigði um dagskrármál.

[16:00]
Horfa

Þór Saari (Hr) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Það hefur verið vani hjá Hreyfingunni hingað til að samþykkja ekki afbrigði um þingmál vegna þess (Gripið fram í.) að oftar en ekki (Gripið fram í: Prinsippmál.) eru þau illa undirbúin. Ástæðan fyrir því að ég mun greiða atkvæði (Forseti hringir.) með þessum afbrigðum er meðal annars [Háreysti í þingsal.] sú að hv. formaður Sjálfstæðisflokksins tróð hér einkamáli sínu inn í dagskrá þingsins fyrir jól [Háreysti í þingsal.] og tafði afgreiðslu á þessu máli um margar vikur. (Gripið fram í: Það er rétt.) Það er náttúrlega skömm að þeirri taktík Sjálfstæðisflokksins að reyna að eyðileggja þetta mál. Hún er skiljanleg þegar kemur að þeim. En það sem vefst meira fyrir mér er afstaða fjölda þingmanna Framsóknarflokksins sem voru kosnir út á nýja stjórnarskrá, sem voru kosnir út á loforð um þjóðaratkvæðagreiðslur, sem eru með stefnumótandi ályktanir landsfundar um málið og ætla að svíkja lit og sitja í kjöltu Sjálfstæðisflokksins [Háreysti í þingsal.] með þetta mál til enda. Hafi þeir skömm fyrir. (Gripið fram í: Eru öll prinsipp farin?)