144. löggjafarþing — 76. fundur,  3. mars 2015.

fjármálafyrirtæki.

571. mál
[17:30]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel að þær breytingar sem gerðar voru í tíð síðustu ríkisstjórnar sem og það sem verið er að gera hér, sé nú heldur til að draga úr áhættu á því að svipaðir hlutir gerist aftur. En ef glæpsamlegt sálarlíf stjórnenda nær tökum á rekstri bankanna þá getum við náttúrlega alls ekki við spornað. Hér voru þrír bankar seldir og einkavæddir og svo virðist sem eigendur þeirra hafi nú fyrst og fremst haft það markmið eitt og sér að tæma bankana sjálfir. Þeir nutu við það dyggilegrar aðstoðar stjórnenda sem fengu að vísu greitt hressilega fyrir.

Ég tel að undir vissum kringumstæðum en mjög takmörkuðum megi greiða breytileg starfskjör en ég tel að (Forseti hringir.) barnaheimili og elliheimili eigi líka að fá það, breytileg starfskjör.