150. löggjafarþing — 76. fundur,  17. mars 2020.

dagskrá fundarins.

[13:35]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Dagskrá þingfunda í dag mun taka nokkrum breytingum eftir fund forseta með formönnum þingflokka. Tvö síðustu dagskrármálin verða færð aftur til síðasta fundar dagsins í dag og eitt fyrirhugað dagskrármál hverfur af dagskrá dagsins í dag þannig að forseti lítur svo á að reynt hafi verið að taka tillit til sjónarmiða sem uppi voru. Rétt er að fram komi að í pósti á föstudaginn var boðaði forseti að dagskrá dagsins yrði með svipuðum hætti og upp var lagt með.

Að lokum stendur ekki til að takmarka umræðu um málið.

Vill hv. þingmaður ræða málið frekar?