152. löggjafarþing — 77. fundur,  18. maí 2022.

tekjuskattur o.fl.

678. mál
[16:05]
Horfa

Jóhann Páll Jóhannsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra fyrir sína framsögu og fagna því að þetta mál sé komið hingað inn í þingið. Það eru 9.000 manns á Íslandi án vinnu og þar af hafa 3.000 manns verið atvinnulaus í meira en 12 mánuði. Þetta er fólk sem hefur alla jafna orðið fyrir miklu tekjufalli, fólk sem er alveg jafn berskjaldað fyrir verðbólgunni, alveg jafn berskjaldað fyrir hærra matvælaverði, auknum húsnæðiskostnaði og hærra eldsneytisverði og það fólk sem reiðir sig á ellilífeyri og örorkulífeyri. Þess vegna spyr ég hæstv. fjármálaráðherra: Hvers vegna eru atvinnuleitendur skildir eftir í þessum aðgerðapakka? Hvers vegna fá atvinnuleitendur ekki beina hækkun eins og hinir hóparnir?