146. löggjafarþing — 77. fundur,  31. maí 2017.

jöfn staða og jafn réttur kvenna og karla.

437. mál
[20:56]
Horfa

Logi Einarsson (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Það er ýmislegt sem betur hefði mátt fara í þessu frumvarpi og er kannski ekki alveg í samræmi við það sem menn töluðu um í upphafi. En þetta er lítið og gott skref í átt að jafnrétti kynjanna. Við eigum hins vegar enn langt í land. Það er auðvitað ekki síst með uppeldi og breytingu á gildismati sem við náum svo alla leið á endanum. En við í Samfylkingunni munum greiða þessu máli atkvæði.