146. löggjafarþing — 77. fundur,  31. maí 2017.

tekjustofnar sveitarfélaga.

306. mál
[21:37]
Horfa

Kolbeinn Óttarsson Proppé (Vg):

Virðulegi forseti. Ég ætla að ítreka þá skoðun mína og okkar fulltrúa Vinstri grænna í umhverfis- og samgöngunefnd að með þessari breytingartillögu, sem gengur út á það að greiða 650 millj. kr. með sérstökum hætti úr jöfnunarsjóði en að aðrar 650 millj. kr. fari eftir hefðbundnum úthlutunarreglum sjóðsins, sé stigið skref í þá átt að standa við það samkomulag sem gert var við sveitarfélög vegna tekjumissis sem þau urðu fyrir vegna ákvarðana hæstv. þáverandi ríkisstjórnar. Við lítum svo á að þetta sé aðeins skref í þá átt og við brýnum stjórnvöld til að finna leið til að uppfylla samkomulagið að fullu og það verði gert með einhverjum öðrum leiðum en þeim sem hér hafa verið notaðar illu heilli, þ.e. ekki í gegnum jöfnunarsjóð.

(Forseti (UBK): Hv. þingmaður var í atkvæðaskýringu. Enginn hafði beðið um orðið áður en þingmaðurinn tók til máls. (Gripið fram í.) Ekki áður en tiltekinn tímafrestur rann út.)