148. löggjafarþing — 77. fundur,  12. júní 2018.

samkomulag um þinglok.

[13:36]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M):

Hæstv. forseti. Það er á stundum sem þessum sem í ljós kemur úr hverju forseti Alþingis er búinn til, hvort hann er forseti alls þingsins eða hvort hann er forseti ríkisstjórnarinnar.

Í ljósi þess að stjórnarmeirihlutinn þorir ekki að taka mál Miðflokksins um breytingar á vísitölu til afgreiðslu verður þinghaldið ekki með eðlilegum hætti og það verða engin þingslit í dag ef þetta mál gengur svo fram. Því biðla ég til hæstv. forseta að vera nú forseti okkar allra, fresta fundi, finna lausn á þessu máli hið fyrsta svo þinghaldið verði með eins eðlilegum hætti og hægt er. Annars verður það ekki svo.