149. löggjafarþing — 77. fundur,  7. mars 2019.

leiðrétting lífeyris vegna búsetuskerðinga.

[10:44]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svörin en fjármálaráðherra er búinn að segja að það eigi að borga þetta, að fólk hafi átt þennan rétt og það eigi bara að borga þetta. Það þarf engar heimildir. Við erum að tala um fólk sem ætti að vera með 200.000 kr. útborgaðar en er kannski með 18.000, 20.000, 80.000. Af hverju borgið þið það ekki strax í dag? Það er búið að svindla á þessu fólki áratug aftur í tímann og það á inni helling þannig að það er engin áhætta fólgin í því að borga núna strax. Þetta fólk er að svelta, það glímir við vannæringu, þunglyndi, kvíða. Hvað annað þarf að gera? Eftir hverju er verið að bíða? Þetta er fólk sem hefur það verst í samfélaginu og ég get ekki skilið hvers vegna í ósköpunum þið byrjið ekki að borga því núna. Þetta er engin rosaleg upphæð, þetta er 200.000-kall. Viljið þið lifa af 200.000 kr.? Vilduð þið segja: Heyrðu, við getum ekki borgað ykkur 200.000 kr., þið verðið af lifa af 18.000 kr.?

(Forseti (SJS): Forseti minnir á að þingmönnum ber að beina máli sínu til forseta.)