132. löggjafarþing — 78. fundur,  7. mars 2006.

Varamenn taka þingsæti.

[13:36]
Hlusta

Margrét Frímannsdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég mun ekki af þessu tilefni ræða sérstaklega þau pólitísku áhrif sem þessar breytingar á ríkisstjórninni gætu haft í för með sér en vil fyrir hönd Samfylkingarinnar þakka Árna Magnússyni fyrir samstarfið. Þó að okkur hafi oft greint á um stefnu og verk í hans ráðherratíð viljum við senda honum okkar bestu kveðjur og þakklæti fyrir samstarfið og óska honum velfarnaðar í nýju starfi.

Við viljum bjóða Siv Friðleifsdóttur velkomna í ríkisstjórnina og óskum eftir góðu samstarfi við hana sem heilbrigðisráðherra. Við óskum Jóni Kristjánssyni einnig velfarnaðar í nýju ráðuneyti og þökkum fyrir samstarfið í heilbrigðisráðuneytinu.