133. löggjafarþing — 78. fundur,  26. feb. 2007.

Verðlagsstofa skiptaverðs o.fl.

644. mál
[22:01]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Varðandi stöðu þessa máls, þ.e. hvað mörg brot hafa verið staðfest þá fáum við væntanlega upplýsingar um það í sjávarútvegsnefnd. Það sem fyrir mér vakir er að átta mig á því hvert raunverulegt umfang og staða málsins er því alveg eins og hæstv. ráðherra hefur vakið máls á og stendur í þessu frumvarpi þá er það meira eða minna altalað að þetta lögbrot viðgangist. Ég get alveg stutt hæstv. ráðherra í því að það eigi að reyna að fyrirbyggja lögbrot með öllum mögulegum tiltækum ráðum. Það er alveg hárrétt og ef þetta er liður í því er það hið besta mál. En það er fróðlegt að vita hver staða málsins er almennt gagnvart lögum og lögbrotum. En ég fer samt ekki ofan því að þetta er bara ein bótin enn á ómögulegt og gatslitið kvótakerfi.