139. löggjafarþing — 78. fundur,  24. feb. 2011.

Icesave og hótanir um afsögn.

[11:05]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S):

Virðulegi forseti. Ég vona að (Gripið fram í: … fá skýrt svar.) hæstv. forsætisráðherra skýri þinginu rétt frá og svarið var skýrt, það má hæstv. forsætisráðherra eiga. En forseti Íslands sagði á dögunum í viðtali í Silfri Egils, með leyfi forseta:

„Þetta er ekki létt byrði að bera að láta öll spjót standa á sér, láta ráðherra hóta sér að segja af sér eða ríkisstjórnin fari frá o.s.frv.“

Ég leyfi mér að halda því fram að forseti lýðveldisins láti ekki slíkt frá sér fara að tilefnislausu og við þurfum að fá útskýringar á því frá hæstv. forsætisráðherra hver hafði í slíkum hótunum. (Gripið fram í: Rannsókn.) Hafi þær komið fram geri ég ráð fyrir að þær hafi komið fram frá forustumönnum þessarar ríkisstjórnar. (Forseti hringir.) Ég dreg í efa að slíkar yfirlýsingar hafi komið fram að tilefnislausu frá forseta Íslands þannig að ég óska (Forseti hringir.) upplýsinga frá hæstv. forsætisráðherra á því hvernig þær eru til komnar.