144. löggjafarþing — 78. fundur,  5. mars 2015.

skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða.

30. mál
[14:08]
Horfa

Frsm. minni hluta efh.- og viðskn. (Vilhjálmur Bjarnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla aðeins að segja það eitt að við erum ekki að ræða hér um hagvöxt og það er ekki skylda lífeyrissjóða að sjá um hagvöxt. Eina skylda lífeyrissjóða er að greiða lífeyri og að ávaxta fé sjóðfélaga með sæmilega öruggum hætti.

Það eru vissulega meiri skyldur á markaðstorgi fjármálagerninga en samkvæmt hráum hlutafélagalögum og ég segi ósköp einfaldlega að þessar heimildir eru nú þegar fyrir hendi og ég tel alveg fullkominn óþarfa að auka þær úr 20 í 25%, sérstaklega af því að þessi heimild var aukin úr 10 í 20% fyrir ekki allt of mörgum árum, þannig að ég tel að hér sé dálítið langt gengið. Að öðru leyti vísa ég til nefndarálits míns.