149. löggjafarþing — 78. fundur,  11. mars 2019.

fiskeldi.

647. mál
[15:54]
Horfa

Inga Sæland (Flf) (andsvar):

Ég þakka hv. þingmanni svarið. Það er líka annað sem kemur fram þarna í frumvarpinu sem mér finnst kannski pínulítið fara gegn því sem við erum að tala um, að hið endanlega vald sé hér. Það kemur í rauninni út eins og ráðherra sé tilbúinn að framselja vald sitt, hreint út sagt. Það er verst að ég skuli ekki bara vera í andsvörum við ráðherrann en hann er alla vega þarna á hliðarlínunni.

Ég er að spá í nákvæmlega þetta, ákvörðun um að girða fyrir að slíkt fyrirkomulag sé í rauninni mögulegt. Það er nauðsynlegt að skilja á milli ráðgjafarþáttar annars vegar og stjórnsýslu hins vegar. Ég mun þá beina því til ráðherra síðar meir. En í þessu tilviki var það þetta sem mér þótti svolítið ógnvekjandi við þetta allt saman.