150. löggjafarþing — 78. fundur,  17. mars 2020.

sveitarstjórnarlög.

648. mál
[16:59]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég vil gera grein fyrir því að ég tel mjög mikilvægt að Alþingi hafi getað brugðist við með þessum hætti og heimilað ráðherra að bregðast við með frávikum frá sveitarstjórnarlögum þannig að sveitarstjórnir geti brugðist við því neyðarástandi sem nú er uppi í þjóðfélaginu.

Ég styð þetta frumvarp og segi já við því.