Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 78. fundur,  23. maí 2022.

kirkjugarðar, greftrun og líkbrennsla.

459. mál
[20:27]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir andsvarið. Ég hjó eftir því að hæstv. ráðherra talaði um að hið opinbera ætti ekki að vera að reka veislusali fyrir félag úti í bæ. Ég er alveg sammála því. En ég veit líka að kirkjur og safnaðarheimili flokkast ekki beint sem veislusalir. Maður mætir ekki í kirkju og lítur svo á að maður sé mættur í veislu. Það eru yfirleitt athafnir sem eiga sér stað þar, yfirleitt trúarathafnir. En það eru þó líka kirkjur sem lána húsnæði sitt undir aðrar athafnir en trúarathafnir og er það vel. En maður veltir hins vegar fyrir sér þegar svona frumvarp og svona breytingartillögur koma á þessum tímapunkti þegar aðilar sem vilja hafa samfélagið meira opið, vilja hafa hlutina opna fyrir öll trúfélög og öll lífsskoðunarfélög, munu ekki loka dyrum fyrir þeim sem eru trúaðir, munu þjónusta alla landsmenn jafnt, óháð trú eða ekki trú, hvort það sé ekki pínulítið ankannalegt ætla að reyna að leggja stein í götu þeirra aðila sem eru búnir að leggja á sig umtalsverða vinnu í staðinn fyrir að greiða götu þeirra á þessum tímapunkti, með þessu litla frumvarpi, af því að eins og ég sagði áðan þá lætur þetta frumvarp nú ekki mikið yfir sér. En það er gríðarlega mikilvægt sem er verið að leggja til hér. Það er beinlínis verið að leggja stein í götu þeirra að því er virðist, eða hvað?