132. löggjafarþing — 78. fundur,  7. mars 2006.

Varamenn taka þingsæti.

[13:38]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F):

Hæstv. forseti. Mér finnst það ótrúlega óviðeigandi af hv. þm. Ögmundi Jónassyni að flytja þá ræðu sem hann gerði hér nú. Það sem bíður fráfarandi félagsmálaráðherra í Íslandsbanka varðar allt annað en það sem hv. þingmaður talaði um í sinni ræðu og mér finnst það honum til minnkunar að halda þá ræðu sem hann hélt. (Gripið fram í: Þetta var mjög málefnalegt.)