143. löggjafarþing — 78. fundur,  20. mars 2014.

endurskoðun kosningalaga.

[10:59]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég er bara að vitna í tölur, ég er ekki að ásaka neinn. Þetta eru bara lögin eins og þau eru núna og niðurstaðan var eftir þeim. Það er allt í lagi, ég er ekki að kvarta undan því neitt sérstaklega. Ég er bara að vitna í tölur, 49,86% greiddra atkvæða. Það kemur mér ekki fyrir sjónir eins og lýðræðislegur meiri hluti. Það er hið eina sem ég á við.

Hversu mörg af þessum 12% sem kusu merktu við einhvern af þeim flokkum sem eru hérna? Engin. Ekkert þeirra merkti við Pírata, ekkert þeirra merkti við B eða D. Af hverju eru allir þessir fulltrúar samt í stjórnarflokkunum? Ég skil það ekki alveg. Það er mín lýðræðislega hugsun, þess vegna nota ég orðin „lagalega“ og „lýðræðislega“. (Gripið fram í.) Það er minn skilningur á því.