143. löggjafarþing — 78. fundur,  20. mars 2014.

utanríkis- og alþjóðamál.

418. mál
[15:22]
Horfa

utanríkisráðherra (Gunnar Bragi Sveinsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er ein spurning til hv. þingmanns, ég nenni ekki að fara yfir alla útúrsnúningana. Spurningin er … (Gripið fram í.) Fyrirgefðu, ég er nefnilega að tala.

Spurningin er þessi: Skildi ég þingmanninn rétt að hann hyggst ekki styðja það, komi fram tillögur um breytingar á stjórnarskrá til þess að laga EES-samninginn?