146. löggjafarþing — 78. fundur,  1. júní 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[01:27]
Horfa

Smári McCarthy (P) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Það er kannski ekki að furða að engin breytingartillaga, sem myndi þá kannski bæta aðeins úr þessari fjármálaáætlun, hafi komið frá meiri hluta fjárlaganefndar. Mætingin í þingsal, til að hlusta á umræður um atkvæðagreiðsluna, er lítil af stjórnarliðum, eins lítil og við umræðurnar um málið sjálft í þessum sal. Kannski er það bara þannig að stjórnarliðar hafa ekki áhuga á að heyra neina gagnrýni á málið eða alla vega ekki að taka þátt í neinni skynsamlegri, uppbyggilegri þróun í átt að því að bæta málið. Þetta er vont. Við eigum að vera að gera miklu betri hluti á Alþingi, við eigum að vera að vinna hluti vel.

Þegar koma ábendingar, bæði í þingsal og úti í samfélaginu, um að hlutir séu illa gerðir eigum við að bæta þá.