146. löggjafarþing — 78. fundur,  1. júní 2017.

fjármálaáætlun 2018--2022.

402. mál
[01:34]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Frú forseti. Sameinuðu þjóðirnar hafa sammælst um að framlög til þróunarsamvinnu verði 0,7% af vergum þjóðartekjum ríku iðnríkjanna. Við Íslendingar erum langt undir því viðmiði. Í fjármálaáætluninni leggur ríkisstjórnin til að aðeins 0,26% af vergum þjóðartekjum verði varið til þróunarsamvinnu. Á sama tíma hefur neyðarkall verið sent út til ríkja heims um að auka fjárframlög til mannúðarmála og þróunarsamvinnu. Íslenska þjóðin er ein sú ríkasta í heimi og á að sjá sóma sinn í því að gera betur.

Í breytingartillögum Samfylkingarinnar er gert ráð fyrir að framlög til þróunarsamvinnu hækki upp í 0,29% af vergum þjóðartekjum og verði 0,33% á árinu 2025. Þetta er algjört lágmark, við eigum auðvitað að gera betur (Forseti hringir.) og gera áætlun um að ná upp í viðmið Sameinuðu þjóðanna.