149. löggjafarþing — 78. fundur,  11. mars 2019.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:03]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Borist hafa bréf frá eftirfarandi ráðherrum þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurnum: Frá utanríkisráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 64, um orkupakka ESB, eftirlitsstofnanir sambandsins og EES-samninginn, frá Óla Birni Kárasyni, frá umhverfis- og auðlindaráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 949, um aðgerðir gegn útbreiðslu skógarkerfils, frá Höllu Signýju Kristjánsdóttur, og frá félags- og barnamálaráðherra vegna fyrirspurnar á þskj. 967, um tillögur að breyttu greiðslufyrirkomulagi á dvalar- og hjúkrunarheimilum, frá Unni Brá Konráðsdóttur.