152. löggjafarþing — 78. fundur,  23. maí 2022.

um fundarstjórn.

[15:51]
Horfa

Logi Einarsson (Sf):

Herra forseti. Óundirbúinn fyrirspurnatími er mjög mikilvægur liður á dagskrá þingsins. Ég er ekkert að flytja neinar fréttir hérna þegar ég segi að það er bara orðið býsna hvimleitt að ráðherrar geri ekki minnstu tilraun til að svara spurningum, jafnvel þó að við leitumst æ ofan í æ við að bera þær mjög skýrt fram. Þær eru mjög afmarkaðar. Ég held að forsætisnefnd ætti að fara að íhuga það hvort við eigum ekki aðeins að breyta þessum lið þannig að fyrirspyrjandi fái þó a.m.k. lokaorðið og geti einhvern veginn haft skoðun á því hvernig þessi orðaskipti ættu að fara fram vegna þess að þessi leikur þar sem engu er svarað í fyrstu umferðinni og síðan er einhvern veginn komið með einhverja sleggju í lokin, vitandi það að þingmaður á enga möguleika á að koma upp, er þinginu auðvitað til vansa. Ef við viljum (Forseti hringir.) efla þingið þá ættum við kannski að breyta því.