132. löggjafarþing — 79. fundur,  8. mars 2006.

Fjármál stjórnmálaflokka og frambjóðenda í prófkjörum.

551. mál
[12:26]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Frú forseti. Ég vil bara árétta að hjá Vinstri hreyfingunni – grænu framboði er alltaf gerð nákvæm grein fyrir kostnaði hvað varðar rekstur flokksins, flokksdeilda, og öðru því er lýtur að pólitísku starfi flokksins og framboðsmálum. Við teljum þetta eiginlega hornstein lýðræðisins að þetta sé allt saman á hreinu, gagnvart öllum almenningi, bæði innan flokks og utan. Okkur finnst það dapurt að enn skuli þvælast fyrir stjórnmálaflokkum að ganga hér hreint til verks og vera með skýrar reglur svo ekki þurfi að vera uppi neinar getgátur um hvernig fjármögnun er. (Forseti hringir.) Lýðræðið er í húfi að þetta sé allt á hreinu. (Forseti hringir.)