133. löggjafarþing — 79. fundur,  27. feb. 2007.

sóttvarnalög.

638. mál
[19:55]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka undirtektir hv. þingmanns hvað þetta varðar. Þetta hefur ekkert með það að gera hvort maður er sammála því sem þarna er verið að leggja til, sem ég vona að flest sé hið besta mál, að efla sóttvarnir, eins og ég sagði áðan. Það á að leggja svona frumvörp fram af trúverðugleika og eins og hv. þm. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir undirstrikaði hér það á ekki að leggja fram frumvörp og segja að þau kosti ekkert því að það er ekki satt. Það er ekki sæmandi að koma með svoleiðis vinnubrögð inn í þingið en málið verður skoðað vandlega í nefnd, frú forseti, og þá kemur þetta betur fram.