138. löggjafarþing — 79. fundur,  23. feb. 2010.

Vestfirðir sem vettvangur kennslu í sjávarútvegsfræðum o.fl.

114. mál
[17:19]
Horfa

Flm. (Ólína Þorvarðardóttir) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég fagna jákvæðum viðbrögðum hæstv. sjávarútvegsráðherra við þessari þingsályktunartillögu og þykist vita að við munum eiga hauk í horni, flutningsmenn tillögunnar, varðandi framhald málsins því að eins og hæstv. ráðherra kom inn á er nú þegar til staðar í umhverfinu fyrir vestan rannsókna- og þekkingarvettvangur sem hefur verið að þróast á undanförnum árum. Annars vegar að frumkvæði og tilstuðlan háskólanna og rannsóknastofnana, hins vegar að frumkvæði og tilstuðlan sjávarútvegsfyrirtækjanna og það er einmitt óskastaðan þegar þessi samþætting getur orðið.