140. löggjafarþing — 79. fundur,  28. mars 2012.

lengd þingfundar.

[16:05]
Horfa

Lilja Mósesdóttir (U):

Virðulegi forseti. Ég vil minna hv. þingmann á tillögu þingmannanefndarinnar um að framkvæmdarvaldinu verði gert að leggja tímanlega fram frumvörp, stjórnarfrumvörp, þannig að okkur þingmönnum gefist ráðrúm til að kynna okkur frumvörpin. Nú kom þetta frumvarp hér inn í gær án samráðs við stjórnarandstöðuna og okkur hefur flestum ekki tekist að kynna okkur það. Þar af leiðandi greiði ég atkvæði gegn því að hér verði fundur í kvöld og vil jafnframt geta þess að ég er tilbúin til þess að vinna hér í næstu viku og fjalla um þetta mál.