141. löggjafarþing — 79. fundur,  12. feb. 2013.

stjórn fiskveiða.

570. mál
[15:42]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Mig langar aðeins að heyra viðhorf hans gagnvart því hvort hann vilji að strandveiðar haldi áfram yfir höfuð, hvort hann telji að komin sé sú reynsla að hann geti sagt að hann styðji það að strandveiðar verði áfram með þeim sama hætti og þær hafa verið og þær séu settar í hlutdeild. Mér finnst mjög mikilvægt að það komi skýrt fram því að ég hef heyrt að menn óttist það að ef sjálfstæðismenn komist til valda þá ætli þeir að leggja strandveiðar af. Mér finnst eðlilegt að kjósendur fái skýr svör við því. Er það á stefnuskrá sjálfstæðismanna að leggja af strandveiðar? Einnig hvort honum finnist undanfarin 20 ár hafa farið vel með sjávarbyggðirnar í því kerfi sem við höfum búið við, hvort hann sjái enga galla þar eða meinbugi á að halda því kerfi áfram óbreyttu og vilji engar breytingar gera á núverandi kerfi.