Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 79. fundur,  24. maí 2022.

tekjuskattur o.fl.

678. mál
[14:34]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Steinunn Þóra Árnadóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ja, vilji þingsins skýr eða ekki skýr. Þessi reglugerðarheimild er þarna í 30. gr. laganna. En líkt og ég sagði hér í mínu fyrra andsvari þá tel ég ekki að við eigum að fara í breytingu á þessu á þeim stutta tíma sem við höfum núna til þess að klára þetta frumvarp til þess að geta greitt fólki út hækkaðar bætur sem allra fyrst. En ég ítreka að mér finnst fullkomlega eðlilegt að hv. velferðarnefnd taki þetta mál til skoðunar og veiti því þá bara fulla umræðu og umfjöllun.

(Forseti (BÁ): Forseti vill geta þess, hann gleymdi að gera það áðan, að þar sem fjórir hv. þingmenn hafa óskað eftir að veita andsvar er tími í andsvörum og svörum styttur í eina mínútu.)