Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 79. fundur,  24. maí 2022.

tekjuskattur o.fl.

678. mál
[14:39]
Horfa

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Steinunn Þóra Árnadóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Það kann að vera rétt að örorkubætur hafi hækkað meira um síðustu áramót, en það hafa áður verið gerðar breytingar á atvinnuleysisbótunum til hækkunar þar sem dró einmitt í sundur með þessum hópum. Líkt og ég sagði í framsögu minni þá beinir meiri hlutinn því til stjórnvalda að halda áfram að fylgjast með verðbólguþróun og áhrifunum sem hún hefur á tiltekna hópa. Ég held að það sé mjög mikilvægt að gera það en ítreka það að ég stend með þeim breytingum sem lagðar eru til með frumvarpinu og með þeim breytingartillögum sem lagðar eru til í nefndaráliti meiri hluta efnahags- og viðskiptanefndar.