Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 79. fundur,  24. maí 2022.

tekjuskattur o.fl.

678. mál
[15:13]
Horfa

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni ræðuna. Hún var innihaldsrík. Ég er aðeins með eina spurningu: „4. töluliður 30. gr. laganna fellur brott“, stendur í breytingartillögunni. Er það vilji þeirra þingmanna sem að breytingartillögunni standa að fella brott frítekjumarkið sem er líka tiltekið í 4. tölulið 1. mgr. 30. gr. eða er um mistök flutningsmanna tillögunnar að ræða?