133. löggjafarþing — 79. fundur,  27. feb. 2007.

íslenska táknmálið.

630. mál
[18:00]
Hlusta

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég endurtek að þetta er málefni sem er unnið að af mikilli alvöru. Ég hef trú á því að það nái framgangi og við verðum þá, eins og ég sagði áðan, að reikna með því að mál geti gengið hér býsna vel fram í þinginu. Síðan er auðvitað framkvæmdarvaldsins á ýmsum sviðum að beita sér í því að koma að málum en það eru auðvitað margir málaflokkar innan þessa máls þar sem víða er hægt að koma að. Ég hef þá trú að ef menn leggjast á eitt verði hægt að hnika þessu mjög fram á veginn og þá náist framtíðarlausn, að hér verði fundin haldgóð framtíðarlausn á þessum málum.