149. löggjafarþing — 79. fundur,  18. mars 2019.

viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu. Munnleg skýrsla forsætisráðherra. - Ein umræða.

[14:55]
Horfa

Birgir Þórarinsson (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. forsætisráðherra svarið. Ég vil víkja áfram að aðkomu Alþingis að málinu og þá starfsháttum Alþingis. Er eitthvað í starfsháttum Alþingis, þar á meðal því samráði sem er á milli forseta og formanna þingflokka, sem þarfnast sérstakrar skoðunar við? Áttu sér stað mistök í samráðsferlinu fyrir atkvæðagreiðsluna? Ég bið hæstv. forsætisráðherra að koma með haldgóða skýringar hvað það varðar.