Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 79. fundur,  24. maí 2022.

tekjuskattur o.fl.

678. mál
[17:50]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Við í Flokki fólksins erum með breytingartillögu við þetta frumvarp um að í stað 3% hækkunar verði sett á 4,5% hækkun. Ástæða þessarar breytingar er að koma í veg fyrir að enn einu sinni verði kjaragliðnun í almannatryggingakerfinu gagnvart þeim sem þar eru. Það virðist vera viðvarandi að þessi hópur verði alltaf fyrir aukinni kjaragliðnun og það hlýtur að vera kominn tími til a.m.k. að sjá til þess að hann fái einhvern kaupauka út úr þessu en ekki alltaf bara kjaragliðnun. Og með því að hækka þessa prósentu upp í 4,5% þá er þetta ekkert rosaleg upphæð, fer úr 8.000 kr. í 12.590 kr., þannig að þetta ætti að vera vel hægt og ég vona að það verði samþykkt.