135. löggjafarþing — 8. fundur,  11. okt. 2007.

fjáraukalög 2007.

103. mál
[15:28]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég held að þetta andsvar hv. þingmanns hafi staðfest það sem ég var að segja hérna áðan, að Faxaflóahafnir koma meira inn í þetta hjá hv. þingmanni heldur en mér sýnist hagsmunir ríkissjóðs koma.

Ef hv. þingmaður er ekki ánægður með það verð sem boðið hefur verið í eignina og ef hv. Alþingi er ekki ánægt með það verð sem hefur verið boðið í eignina, þá verður hún auðvitað ekki seld nema heimild fáist eðli málsins samkvæmt og lögum samkvæmt. Það er þá ekki um stórvandamál að ræða og það verður þá ekki brotið á þeim réttindum hvað það varðar.

En miðað við það boð sem Faxaflóahafnir sendu inn þá sýnist mér að hæsta boðið sé talsvert gott og jafnvel viðunandi og kannski sættir hv. Alþingi sig við það.