138. löggjafarþing — 8. fundur,  15. okt. 2009.

orð forsætisráðherra um skattamál.

[11:10]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Ég vil sem formaður efnahags- og skattanefndar beina því til hæstv. forseta að hann upplýsi hv. þingmenn Sjálfstæðisflokksins um að hér eru á dagskránni von bráðar tillögur Sjálfstæðisflokksins í efnahagsmálum sem munu gefa okkur gott tækifæri til að ræða í þingsalnum um skattapólitíkina fram undan í vetur (Forseti hringir.) Ef hv. þingmenn Sjálfstæðisflokksins vilja breyta dagskrá …

(Forseti (RR): Forseti áminnir þingmenn um að ræða fundarstjórn forseta.)