139. löggjafarþing — 8. fundur,  12. okt. 2010.

varamenn taka þingsæti.

[14:01]
Horfa

Forseti (Ásta R. Jóhannesdóttir):

Eins og forseti hefur þegar tilkynnt á vef þingsins tóku sæti á Alþingi í gær Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir í stað Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, 6. þm. Norðvest., sem er í veikindaleyfi og Logi Már Einarsson í stað Sigmundar Ernis Rúnarssonar, 7. þm. Norðaust., sem er fjarverandi í einkaerindum.

Kjörbréf Halldóru Lóu Þorvaldsdóttur og Loga Más Einarssonar hafa þegar verið rannsökuð og samþykkt. Þau hafa ekki áður tekið sæti á Alþingi og ber því að undirrita drengskaparheit að stjórnarskránni, skv. 2. mgr. 53. gr. þingskapa.

 

[Halldóra Lóa Þorvaldsdóttir, 6. þm. Norðvest., og Logi Már Einarsson, 7. þm. Norðaust., undirrituðu drengskaparheit að stjórnarskránni.]