142. löggjafarþing — 8. fundur,  19. júní 2013.

vísun skýrslna til nefndar.

[15:02]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill tilkynna að með bréfi, dagsettu 11. júní sl., hefur forseti óskað eftir því við stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, samanber ákvæði 8. töluliðar 1. mgr. 13. gr. þingskapa, að hún fjalli um eftirfarandi skýrslur: skýrslu um Skrifstofu rannsóknastofnana atvinnuveganna, skýrslu um kaup Fasteigna ríkissjóðs á málningarvinnu, skýrslu um fjárhags- og mannauðskerfi ríkisins, skýrslu um verktakagreiðslur hjá Fasteignaskrá 2010, skýrslu um stofnanir sem þjóna einstaklingum með skerta færni, skýrslu um framkvæmd búvörusamninga, skýrslu um kaup á tækniþjónustu vegna Norðurlandaráðsþings, skýrslu um verkefni fyrrum Varnarmálastofnunar, skýrslu um þjónustusamninga við öldrunarheimili og ársskýrslu Ríkisendurskoðunar fyrir árið 2012.