131. löggjafarþing — 8. fundur,  13. okt. 2004.

Þjónusta við yngri alzheimersjúklinga.

114. mál
[15:07]

Þuríður Backman (Vg):

Frú forseti. Ég þakka fyrir þá fyrirspurn sem hér er fram lögð og eins fyrir það sem kom fram í máli hæstv. ráðherra um að hann ætli að setja á stofn vinnuhóp til að fara sérstaklega yfir málefni fólks með minnissjúkdóma og er 67 ára og yngra. Sem betur fer eru ekki margir einstaklingar greindir á hverju ári. En aðstæður þeirra eru mjög erfiðar. Þó við þekkjum til fjölda eldri borgara sem eru með þennan sjúkdóm þá getum við sett okkur í spor aðstandenda yngri einstaklinga.

Ég vil bara minna á í þessu stutta innskoti að á Seyðisfirði er rekin sérstök deild fyrir alzheimersjúklinga. Þar eru að vísu mjög fá rúm eða pláss en mundu gagnast fleirum en Austfirðingum einum.