140. löggjafarþing — 8. fundur,  13. okt. 2011.

fjáraukalög 2011.

97. mál
[12:13]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka andsvörin. Er ekki bara staðan sú að það er endalaust reynt að fegra hlutina? Ríkisstjórnin setti sér sjálf markmið árið 2009 hvað varðar heildarjöfnuð, hagvöxt og verðbólgu og hún hefur ekki náð neinu af þessum markmiðum. Svo sannarlega hefur tekist með frumjöfnuðinn að skera niður og skattpína almenning þannig að þær tölur stemma en öllu öðru er haldið fyrir utan. Ég vona svo sannarlega að þingmaðurinn sé sammála mér um að það sé ekki eðlilegt að ríkisendurskoðandi, þó að ég sé ekki að halda því fram að hann haldi upplýsingum leyndum, svari ekki fjárlaganefndarmanni í eitt og hált ár. Þetta er algjört lykilatriði vegna þess að ríkisendurskoðandi er eftirlitstæki okkar sem sitjum í fjárlaganefnd Alþingis.