150. löggjafarþing — 8. fundur,  23. sept. 2019.

starfsemi smálánafyrirtækja.

14. mál
[19:21]
Horfa

Smári McCarthy (P):

Herra forseti. Það þarf ekki að bæta miklu við þessa umræðu. Þessi smálánafyrirtæki eru meinsemd í samfélaginu, ekki bara hér á landi heldur mun víðar. Það er allt í lagi að halda því til haga að þegar fólk er með 5% vexti hljóðar það upp á tvöföldun á 20 árum en ef fólk er með 20% vexti er það tvöföldun á fimm árum. Það er alveg þess virði að við ræðum í víðara samhengi í samfélaginu hvort vextir eigi yfir höfuð að vera svo háir. Vextir hafa margítrekað víða um heim í gegnum mannkynssöguna verið alfarið bannaðar. Ég hugsa að enginn tæki undir slíkt í dag en það hefur ekki verið gert að ástæðulausu. Umræða um vexti almennt í samfélaginu verður að taka mið af því að þetta er alltaf ákveðin tegund af okri.