152. löggjafarþing — 8. fundur,  9. des. 2021.

rannsóknir á nýgengi krabbameina á Suðurnesjum.

138. mál
[17:24]
Horfa

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni kærlega fyrir að leggja þessa þingsályktunartillögu fram. Ég tel hana mikilvæga, að við skoðum hvaða þættir liggja þarna að baki. Það eru margir samverkandi þættir sem gætu haft þessi áhrif og án þess að vera með sleggjudóma eða nefna eitt umfram annað þá vitum við að margt hefur átt sér stað á Suðurnesjum sem getur verið krabbameinsvaldandi. Þar á kannski ekki eitt að standa framar en annað heldur sé það skoðað heildstætt hvað veldur og af hverju við sjáum svona hátt nýgengi á þessu svæði.

Ég styð þetta mál heils hugar og tel það ótrúlega mikilvægt fyrir Suðurnesin að við komumst til botns í þessu máli og að við sjáum rannsóknir eiga sér stað og gott að við getum byggt á einhverjum gögnum í þeirri vinnu. Ég hlakka til að takast á við þetta mál í velferðarnefnd.