131. löggjafarþing — 80. fundur,  24. feb. 2005.

Afnám laga um Tækniháskóla Íslands.

398. mál
[15:12]

Anna Kristín Gunnarsdóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég er alveg fullkomlega sammála þeirri breytingartillögu sem lögð er fram við það frumvarp sem hér er til umræðu og snýr að rekstrarforminu. Ég tel því eðlilegt að reki einkaaðilar háskóla á Íslandi þá séu þeir skólar sjálfseignarstofnanir.

Ég vil benda á að í því tilfelli sem er verið að ræða um hér, hins nýja skóla, mun Verslunarráð Íslands eiga 90% af öllu hlutafé og þar með verða í rauninni allsráðandi í stjórn skólans, ef það vill svo hafa.