140. löggjafarþing — 80. fundur,  29. mars 2012.

veiðigjöld.

[10:47]
Horfa

forsætisráðherra (Jóhanna Sigurðardóttir) (Sf):

Virðulegi forseti. Það er alveg rétt að það þarf að taka tillit til sveiflna í sjávarútvegi. Það er ekki víst að hann búi við þær tekjur sem hann hefur haft undanfarin ár mörg næstu ár þó að menn sjái fyrir sér að það gæti orðið að minnsta kosti næstu 2–3 árin. En við tökum mið af því vegna þess að þær tillögur sem við setjum fram í þessu eru afkomutengdar og taka því mið af afkomu í sjávarútvegi. (Gripið fram í.) Á minni skipunum þarf ekki að greiða sérstakt veiðigjald af fyrstu 30 tonnunum, og frá 30 upp í 100 tonn er veiðigjaldið hálft. Það er tekið mið af stöðunni í sjávarútvegi og ávinningurinn í þessu frumvarpi, þegar við erum að tala um gjaldtöku og arð til þjóðarinnar, er að þetta er einmitt afkomutengt. Það skiptir verulegu máli.