149. löggjafarþing — 80. fundur,  19. mars 2019.

loðnubrestur og samningur við Færeyinga.

[14:13]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svörin og vonast eftir því að í seinna svari komi betur fram hvað felst í samningnum við Færeyinga.

Eftir því sem ég fæ best skilið er það sem skiptir mestu máli núna gagnkvæmar veiðiheimildir fyrir Íslendinga í lögsögu Færeyinga og veiðiheimildir Færeyinga í íslenskri lögsögu.

Mig langar að spyrja hvort einhver tengsl séu á milli þessa samnings og heimilda Færeyinga til að landa í íslenskum höfnum. Eins og kunnugt er hafa Færeyingar oft landað hluta af uppsjávarafla sínum hér en ekki hefur verið heimild frá færeyskum stjórnvöldum til þess að gera það núna upp á síðkastið.

Það sem ég átti við með aukningu aflaheimilda var hvort einhvers staðar væri rými til að auka við afla úr tilteknum fiskstofnum. (Forseti hringir.)

Og svo er ég algerlega sannfærð um að ráðherra byggðamála leggist yfir málið.