149. löggjafarþing — 80. fundur,  19. mars 2019.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

110. mál
[17:53]
Horfa

Flm. (Þorsteinn Víglundsson) (V) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, þingmaðurinn hefur engar tölur um það en telur þetta samt hundraðfalt verra. Nú er það einfaldlega svo að óumdeilt er að óhófleg áfengisneysla hefur neikvæð heilsufarsleg áhrif á fólk. Sama á að sjálfsögðu við um tóbaksreykingar. Sama á að sjálfsögðu við um — og er að verða einn af alvarlegustu skaðvöldum heilsu nútímamannsins — óhóflega neyslu sykurs, of mikið át, ef má orða það svo, ekki hvað síst á einmitt sykruðum vörum.

Ég lít þetta alveg sömu augum. Okkur hefur t.d. tekist að draga stórlega úr tóbaksneyslu með fræðslu um skaðsemi reykinga, þó að aðgengi sé óheft. Þess vegna segi ég enn og aftur: Þetta er alveg sami hluturinn, þetta er bara hin dæmigerða forræðishyggja, að treysta ekki fólki til að hafa vit fyrir sjálfu sér. Það er það sem endurspeglast í málflutningi hv. þingmanns.