149. löggjafarþing — 80. fundur,  19. mars 2019.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

110. mál
[20:32]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Hún ræddi dálítið um samhengið á milli aðgengis og aukinnar neyslu, vék sér undan því að samþykkja að búið væri að sýna fram á orsakasamhengi þarna á milli fyrir lifandis löngu. En látum það liggja á milli hluta. Nú liggur það fyrir í frumvarpinu að leyfa á auglýsingar á áfengi samkvæmt frumvarpinu. Þá langar mig að spyrja þingmanninn: Hvernig myndi hv. þingmaður bregðast við ef hér væri fyrir þinginu frumvarp um að leyfa auglýsingar á tóbaki?