Bráðabirgðaútgáfa.

152. löggjafarþing — 80. fundur,  24. maí 2022.

tekjuskattur o.fl.

678. mál
[18:08]
Horfa

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (F):

Virðulegur forseti. Stjórnarandstaðan kallar eftir því að við komum hingað upp, stjórnarliðar, og segjum hvað við ætlum að gera með þessari reglugerðarheimild í lögunum, sem mér finnst afar athyglisvert þar sem við höfum ítrekað sagt hvað okkur stjórnarliðum í efnahags- og viðskiptanefnd, meiri hlutanum, finnst vera rétti næsti farvegur fyrir þetta. Og hv. þm. Björn Leví Gunnarsson er ítrekað búinn að fá að heyra það hér í dag að það verður séð til þess að þetta fari inn í velferðarnefnd og fari þá leið. Framsögumaður málsins tók það skýrt fram hér í dag.